Hallbjörg Bjarnadóttir

Hallbjörg Bjarnadóttir (1915–1997) var tónlistarmaður og skemmtikraftur. Hallbjörg var frá Brunnstöðum á Akranesi. Hún söng og samdi einkum djasslög og varð fyrst kvenna til að fást við djasstónlist. Hún átti tvíburasystur sem hét Kristbjörg eða Títa eins og hún var kölluð. Meðal þekktustu laga hennar má nefna Vorvísu við kvæði Jóns Thoroddsens, Björt mey og hrein við kvæði Stefáns Ólafssonar frá Vallanesi og Ennþá man ég hvar. Systir hennar, Steinun, var einnig tónlistarkona. Hallbjörg lærði í Danmörku og bjó og starfaði þar lengi. Einnig bjó hún um tíma í Bandaríkjunum. Hún flutti til Íslands árið 1992. Texti af Wikipedia

Efnisflokkar
Nr: 11376 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1950-1959 arb00334