Línuveiðarinn Ólafur Bjarnason MB 57 frá Akranesi
Þetta er línuveiðarinn Ólafur Bjarnason frá Akranesi að koma til löndunar á Siglufirði. Síðasti síldarskipstjóri á Ólafi var Njáll Þórðarson en Bjarni Ólafsson var skipstjóri þar til hann drukknaði við Teigavör. Myndin er tekin þegar báturinn leggur að bryggju á Siglufirði á síldarvertíð. Stálskip, smíðað í Þýskalandi árið 1912. 197 brl. 300 ha. 2 þjöppu gufuvél. Bjarni Ólafsson var eigandi skipsins frá 12. október 1929. Skipið selt 14. mars 1940. Kaupendur Þórður Ásmundsson, Ólafur Bjarnason & Co., og Bjarni Ólafsson & Co. Ólafur Bjarnason var seldur til Garðabæjar í árslok 1951. Endaði ferilinn með sölu til niðurrifs í útlöndum árið 1956.
Efnisflokkar