Árni Böðvarsson ljósmyndari í lögreglubúningi

Árni Böðvarsson (1888-1977) ljósmyndari og sparisjóðstjórii í lögreglubúningi. Þessi mynd er þannig til komin að Stefán Bjarnason lögregluþjónn kom í myndatöku hjá Árna. Þegar búið var að taka myndir af Stefáni ákváðu þeir að skipta um hlutverk. Stefán lánaði Árna húfuna sína, sem er heldur lítil, og jakkann. Árni stillti sér upp fyrir framan vélina sína og Stefán tók mynd af honum í hlutverki lögregluþjóns.

Efnisflokkar
Nr: 9134 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1930-1949 arb00238