Sigurfari

Sigurfari var smíðaður hjá Þorgeiri og Ellert 1940 fyrir Bergþór Guðjónsson á Ökrum og Sigurð Þorvaldsson á Sunnuhvoli. Hann var alla tíð mikið aflaskip og eftir að hann var seldur frá Akranesi til Vestmannaeyja var hann í eigu Hilmars Rósmundssonar undir nafninu Sæbjörg og setti hvert aflametið eftir annað. Sigurfari var smíðaður af Þ&E árið 1940. Árið 1947 fékk hann einkennisstafina AK eins og aðrir Skagabátar þannig að þessi mynd er tekin á stríðsárunum eða rétt á eftir. Fiskiver hf. á Akranesi eignaðist bátinn í nóvember 1958. Í nóvemberlok 1963 var hann seldur til Vestmannaeyja og fékk nafnið Sæbjörg VE. Í desember 1975 var hann seldur til Sandgerðis og fékk heitið Sigrún GK. Talinn ónýtur og afskráður í mars 1982. Íslensk skip 1. b. e. Jón Björnsson. Iðunn 1990.

Efnisflokkar
Nr: 9068 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1930-1949 arb00172