Tjaldað á Setbergstúni

Tjaldað á Setbergstúninu einhvern sólbjartan sumardag. Konan sem krýpur við tjaldskörina í smáköflótta kjólnum með svuntu og er að laga flétturnar sínar er Herdís Árnadóttir (1876-1959) frá Setbergi. Konan sem situr á hækjum sér í hvítum kjól næstlengst til hægri er Rannveig Magnúsdóttir (1892-1972) húsfreyja í Ási. Húsin á myndinni eru Þórshamar (Vesturgata 76) og Ás (Vesturgata 78).

Efnisflokkar
Nr: 9063 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1930-1949 arb00168