Hvítárbakkaskólinn

Alþýðuskólinn á Hvítárbakka í Borgarfirði var stofnaður 1905 af Sigurði Þórólfssyni (1869-) frá Holti á Barðaströnd. Skólastjórar voru: Sigurður Þórólfsson 1905-1920, séra Eiríkur Albertsson á Hesti 1920-1923, Gústaf A. Sveinsson 1923-1927 og Lúðvig Guðmundsson 1927-1931, en þá lagðist skólinn niður með stofnun Héraðsskólans í Reykholti. Myndin er tekin á svart/hvíta filmu og lituð, en Árni gerði nokkrar tilraunir að lita.

Nr: 9034 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1900-1929 arb00717