Aldan MB 77

Aldan MB 77 var tæpl 26 brl. eikarskip með 96 ha. Tuxham vél, smíðuð í Fredrikssund í Danmörku 1931 og keypti Brynjólfur Nikulásson hana ásamt Sigurði Hallbjarnarsyni og Jóhanni Ellerti Jósefssyni. Brynjólfur seldi síðan Jóni Halldórssyni í Lambhúsum bátinn árið 1937 og átti hann Ölduna til 1940, en hún var áfram gerð út frá Akranesi til 1948, er hún var seld til Stykkishólms. Hét hún þá Aldan SH 177 og síðan Aldan RE 327, afskráður 1975.

Efnisflokkar
Nr: 44016 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1930-1949