Heimsókn að Elliða í Staðarsveit

Aftari röð frá vinstri: Petrea Guðmundína Sveinsdóttir (1885-1954), Sveinn Guðmundsson (1859-1938) og Matthildur Sveinsdóttir (1890-1974). Fremri röð frá vinstri: Árni Böðvarsson (1888-1977) og Jón Sigmundsson (1893-1982). 

27. júní 1936 hélt Sveinn Guðmundsson í ferð á æskuslóðir sínar í Staðarsveit en hann ólst upp á bænum Elliða. Hann hafði þá ekki séð átthagana frá árinu 1879. Með Sveini í ferðinni voru Petrea og Matthildur dætur hans, Árni Böðvarsson ljósmyndari, Jón Sigmundsson oddviti Ytri-Akraneshrepss og Magnús Gunnlaugsson en hann var bílstjóri ferðarinnar og átti bifreiðina. Hópurinn sneri heim úr ferðinni að kvöldi 28. júní. 

Efnisflokkar
Nr: 32667 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1930-1949