Sýning í íþróttahúsinu gamla við Vesturgötu árið 1944

Börn fjallkonunnar, talkór í Bíóhöllinni á hátíðasamkomu 18. júní 1944 í tilefni af stofnun lýðveldisins 17. júní. Frá vinstri: Bragi Þórðarson (1933-2022), Brynjar Leifsson, Ólafur Ingi Jónsson, Bára Daníelsdóttir (1935-1975), Rannveig Edda Hálfdánardóttir (1936-2009), Elín Þorvaldsdóttir, Guðjónína Sigurðardóttir (1934-2013),  Elín Ragnarsdóttir (1931-2014) fánaberi, Valgerður Jóhannsdóttir fjallkona, Anna Daníelsdóttir (1931-1999) fánaberi, Ingibjörg Ágústsdóttir (1934-2005), Bjarney Ingólfsdóttir, Emilía Jónsdóttir (1934-2017), Hulda Óskarsdóttir, Erla Ingólfsdóttir, Benedikt Sigurðsson (1935-2017) og Valdimar Oddsson. Merkjakerfið á gólfinu mun tengjast æfingakerfi Axels Andréssonar, Axelskerfinu. Myndin var tekin síðar í gamla leikfimishúsinu við Vesturgötu. Í blaðinu Akranes, 1944 (4) 6. tbl. s. 66 er þessi mynd og texti: Fjallkonan (Valgerður Jóhannsdóttir) með börn sín. — Þau lásu upp bundið og óbundið mál í tilefni af hátíðahöldunum. Var það áhrifaríkur þáttur.

Efnisflokkar
Nr: 31450 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1930-1949