Frjálsar íþróttir á íþróttavellinum á Jaðarsbökkum

Keppni í frjálsum íþróttum milli KA og Kára á Akranesi á sjómannadeginum.
Frá vinstri: Sigurður Geirsson (1921-2000) KA, Jón Andrés Níelsson (1917-1950) líklega dómari, Ásmundur Guðmundsson (1921-2005) KA, Maríus Theodór Arthúrsson (1924-2020) KÁRA og Valdimar Sigurjónsson (1918-1974) KÁRA.
Það sem er einkennandi við þessa mynd, að KA menn eru komnir í græna búninginn, sem þeir notuðu síðan alla tíð meðan félagið starfaði. Áður hafði KA átt tvo búninga. Þá er Kárabúningurinn, sem var hvítu skyrta með svörtum kraga og svörtu K á vinstra megin eins og myndin sýnir. Þetta er búningur númer tvö hjá Kára og var mjög stutt í notkun, því við tóku nokkrir bláir búningar af ýmsum gerðum, sem voru í notkun meðan félagið starfaði. Hinsvegar er nú árið 2011 búið að endurverkja KÁRA, sem nú leikur í 3. deild og leikur félagið í samskonar búning og fyrsti búningur félagsins var.

Efnisflokkar
Nr: 31395 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1930-1949