Þorsteinn Briem (1885-1949) frá Frostastöðum í Blönduhlíð .(1923). Stúdentspróf MR árið 1905, guðfræðipróf Prestaskólanum 1908 og framhaldsnám við Pastoralseminariet og háskólann í Kaupmannahöfn og námsför um Noreg og Svíþjóð alls tíu mánuði 1908—1909. Vígður 1909 aðstoðarprestur séra Jens Pálssonar í Görðum á Álftanesi. Prestur í Grundarþingum í Eyjafirði 1911—1918, sat að Hrafnagili, á Mosfelli í Grímsnesi 1918—1921, Akranesi 1921—1946. Prófastur í Borgarfjarðarprófastsdæmi 1931—1946. Skip. 3. júní 1932 atvinnu- og samgöngumálaráðherra og 23. júní jafnframt kirkju- og kennslumálaráðherra, lausn 16. nóv. 1933, en gegndi störfum áfram til 28. júlí 1934. Tók þá aftur við prests- og prófastsstörfum. Átti heima í Reykjavík síðustu ár ævi sinnar. Átti sæti í kirkjumálanefnd 1929—1930, formaður hennar, og kirkjuráði frá 1932 til æviloka. Formaður Bændaflokksins 1935—1942. Landsk. alþm. (Dal.) 1934— 1937, alþm. Dal. 1937—1942 (Bændafl.). Atvinnumálaráðherra 1932—1934.