Undirbúningsdeild Barnaskólans á Akranesi 1914-1915

Kennsla fór fram í stofunni í Hofteigi á Akranesi, sem var heimili Þóru Níelsdóttur kennara. Aftasta röð frá vinstri: Aðalsteinn Árnason (1907-1983) í Lindarbrekku, Helgi Sveinsson Eyjólfsson (1906-1985) á Litlabakka, Nikulás Oddgeirsson (1906-1983) á Svalbarða, Hjörtur Líndal Sigurðsson (1905-1988), Guðmundur Kristinn Ólafsson (1907-1975) í Brautarholti, Jón Guðmundsson (1906-1965) í Guðnabæ, Hannes Ólafsson (1907-1986) á Staðarbakka og Guðmundur Alfreð Bjarnason (1906-1932) í Sjóbúð. Miðröð frá vinstri: Dagbjört Aðalheiður Oddsdóttir (1906-1920) á Hliði, Guðmundína Kristjánsdóttir (1907-1995) á Breið, Júlía Sigurðardóttir (1906-1978) á Mið-Sýruparti, Guðrún Jónsdóttir (1906-1992) á Ólafsvöllum, Svava Finsen (1907-1995) í Læknishúsi, Guðrún Einarsdóttir (1906-1985) á Bakka, Valdís Helgadóttir (1906-1991) í Lykkja og Þóra Níelsína Helga Níelsdóttir (1875-1916) í Hofteigi kennari. Fremsta röð frá vinstri: Friðrika Kristjana Bjarnadóttir (1906-1929) á Neðri-Sýruparti, Ólafía Þorvaldsdóttir (1908-1947) á Valdastöðum, Helga Kristmannsdóttir (1906-1931) í Albertshúsi, Níelsína Helga Hákonardóttir (1907-1988) í Hofteigi, Ólína Ása Þórðardóttir (1907-2006) á Grund og Hans Júlíus Þórðarson (1909-1998) á Grund Ath. Ólafur Sigurjónsson á Geirsstöðum (þriðji frá hægri, aftasta röð) og Ingólfur Jónsson (1906-1977) á Vindhæli (fyrsti frá hægri, aftasta röð) einnig verið sagðir vera þeir.

Efnisflokkar
Nr: 31034 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1900-1929 mmb03264