Pétur Ottesen

Oddur Pétur Ottesen (1888-1968) frá Ytra-Hólmi í Innri-Akraneshreppi. Bóndi á Ytra-Hólmi frá 1916 til æviloka. Hreppstjóri í Innri-Akraneshreppi frá 1918 til æviloka. Í landsbankanefnd 1928—1930 og aftur 1938—1945. Í stjórn Búnaðarfélags Íslands frá 1942 til æviloka og í stjórn Fiskifélags Íslands 1945—1966. Endurskoðandi Búnaðarbankans 1937—1945. Skipaður 1951 í nefnd til að gera tillögur um almenna bankalöggjöf. Í stjórn Sementsverksmiðjunnar frá 1961 til æviloka. Alþingsmaður Borgfirðinga 1916— 1959 (Sjálfstfl. þversum, Ufl. (Sjálfstfl. eldri), Sparbl., Borgfl. eldri, Íhaldsfl., Sjálfstfl.). 2. varaforseti Nd. 1924—1925, 1. varaforseti Nd. 1926, 1. varaforseti Sþ. 1939—1941 Bókin um Pétur Ottesen, skrifuð af vinum hans, kom út 1969.

Nr: 30766 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1900-1929 mmb00490