Jón Pálsson
Jón Pálsson (1829-1920) frá Knarrarnesi á Mýrum. Fluttist til Akraness árið 1859 og vann sem formaður á skip Hallgríms Jónssonar hreppstjóra og síðan gerði hann út eigið skip. Hann var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Anna Magnúsdóttir (1834-1883) frá Skógum í Flókadal og kvæntist öðru sinni Hróðnýu Helgadóttur (1851-1937). Jón bjó í Hákoti á Akranesi.
Efnisflokkar