Gandi VE 171

Þetta er Gandí VE, eftir að nýbúið er að skipta um nafn á bátnum. Þessi bátur var smíðaður fyrir HB&co hf árið 1961 í Noregi og hét um árabil Haraldur AK10 , fyrsti skipstjóri á Haraldi var Ingimundur Ingimundarsson. Hann var yfirbyggður árið 1982 og seldur skömmu síðar. Er enn gerður út frá Vestmannaeyjum þegar þetta er ritað, hefur verið skutlengdur síðan. Búið að fiska gríðarmikið á þetta happaskip í gegn um tíðina.

Efnisflokkar
Nr: 12625 Ljósmyndari: Árni S. Árnason Tímabil: 1980-1989 skb02025