Ölfusárbrú á Selfossi

Árið 1889 fór Tryggvi Gunnarsson þingmaður og bankastjóri að undirbúa komu brúarinnar, sem var keypt frá Bretland. Síðsumars 1890 var brúarefninu sjálfu skipað upp á Eyrarbakka. Þá um sumarið var rudd slétt braut upp að Selfossi og sleðar notaðir til að draga stykki uppeftir næsta vetur á ís . Síðustu bitarnir komust á Selfoss í janúar 1891. Þann 15. júní 1891 hófst brúarsmíðin af alvöru. Þegar stöplar brúarinnar höfðu verið steyptir kom í ljós að þeir voru ekki nógu háir til að mestu klakahrannir kæmust undir. Því lét Tryggvi hækka stöplana. Einnig kom í ljós að burðarstengurnar voru of langar. Tók Tryggvi þá til ráðs að kalla til verksins vegagerðarmanninn Sigurð Gunnarsson og tók hannallar stengurnar í sundur og sauð saman aftur með svokallaðri stúfsuðu. Vígsla brúarinnar var 8. september 1891, eins og konungur hafði fyrirskipað. Margir voru við vígsluna, Magnús Stephensen landshöfðingi flutti tölu og að lokum var Brúardrápa Hannesar Hafstein flutt. Samdar voru reglur um umferð um Ölfusárbrúna, þar sem meðal annars var bannað að fara yfir brúna ríðandi á hraða yfir klyfjahraða og skilgreint hve margir laushestar máttu vera í rekstri yfir brúna. Texti byggður á Wikipedia

Efnisflokkar
Brýr ,
Nr: 50194 Ljósmyndari: Haraldur Böðvarsson Tímabil: 1930-1949