Saltfiskverkun

Húsið til vinstri á myndinni er Bræðrapartur og þar fyrir framan geymsluhús Jóns Gunnlaugssonar sem síðar var byggð heyhlaða við og geymsluhúsið hækkað. Húsið til hægri á myndinni er Breiðin en þar bjuggu síðast Ásrún Lárusdóttir og Hjörtur Bjarnason. Húsið var rifið snemma á 4. áratugnum og efni úr því notað til að byggja hús þeirra að Suðurgötu 23. Karlmaðurinn sem er næstur á myndinni er líklega Bjarni Ólafsson (1874-1963) Ólafsvöllum. Myndin er tekin nokkru áður en Breiðarbærinn var rifinn um 1930.

Efnisflokkar
Nr: 7899 Ljósmyndari: Haraldur Böðvarsson Tímabil: 1930-1949 hab00035