Sandgerði

Líklegt er að báturinn fremst á myndinni sé Egill Skallagrímsson MB 83. Hann var smíðaður á Akranesi árið 1914 og gerður út undir þessu nafni og skráningarnúmeri þar til hann var seldur til Suðurnesja í desember 1934. Egill Skallagrímsson endaði vestur á Bíldudal og enn með sama nafni. Hann rak upp á land og eyðilagðist í apríl 1951.

Efnisflokkar
Nr: 7886 Ljósmyndari: Haraldur Böðvarsson Tímabil: 1900-1929 hab00023