Skriðuklaustur í Fljótsdal

Gunnar Gunnarsson rithöfundur settist að á Skriðuklaustri árið 1939 og bjó þar til 1948. Sumarið og haustið 1939 lét hann reisa sér íbúðarhús á bænum sem jafnan er kennt við hann og kallað Gunnarshús. Það er teiknað af þýska arkitektinum Fritz Höger, sem var góðvinur Gunnars, og er í bæheimskum stíl. Húsið er 315 m² grunnfleti, tvær hæðir og ris, alls yfir 30 herbergi. Árið 1967 var annað íbúðarhús byggt á jörðinni og hlaut nafnið Skriða. Gunnar ánafnaði ríkissjóði jörðina með gjafabréfi, með því skilyrði m.a., að nýting hennar yrði til menningarauka („Jarðeign þessi skal vera ævarandi eign íslenzka ríkisins. Hún skal hagnýtt á þann hátt, að til menningarauka horfi, t.d. að rekin sé þar tilraunastarfsemi í landbúnaði, byggðasafn, bókasafn, skjalasafn, listasafn, skóli, sjúkrahús, hressingarhæli, barnahæli eða elliheimili.“). Tilraunabú í sauðfjár- og jarðrækt á vegum RALA var rekið þar frá 1949 til 1990. Upplýsingar af Wikipedia

Nr: 48916 Ljósmyndari: Jóhannes Gunnarsson Tímabil: 1960-1969