Þessi mynd sýnir húsið að Stillholti 13 t.h. á Akranesi.<br><br>Húsið no. 13 byggðu Bjarnfríður Leósdóttir (1924-2015) og Jóhannes Finnsson (1917-1974).<br>Þau fengu lóðinni úthlutað 1954 og var lóðin þá merkt no. 7. <br>Þau fluttu í húsið 1957 sem þá var orðið no. 15 og bjuggu þá aðeins á miðhæðinni en síðar í því öllu er framkvæmdum lauk.<br>Bjarnfríður á húsið í dag og býr þar ásamt leigjanda sínum Svölu Bragadóttur.<br><br>Húsið no. 15 byggði Gunnar Davíðsson og kona hans Kristín Stefánsdóttir.<br>Þau seldu húsið 1967, Þórði Jónssyni (póstburðarmanni) og konu hans Skarpheiði Gunnlaugsdóttur, mið og efri hæðirnar, en foreldarar Skarpheiðar þau<br>Gunnlaugur P. Sigurbjörnsson og Soffía Jensdóttir keyptu kjallarann.<br><br>Núverandi eigendur Stillholts 15 eru Ingólfur Valdimarsson og kona hans <br>Guðný Sjöfn Sigurðardóttir, eiga mið og efri hæðirnar, <br>en Geir Guðjónsson á kjallarann.