Laxfoss

Laxfoss var strandferðaskip, smíðað í Álaborg í Danmörku árið 1935 fyrir Skallagrím hf. í Borgarnesi. Hann var í ferðum á milli Reykjavíkur, Akraness og Borgarness og fór eina ferð á mánuði til Breiðafjarðar að vetri til. Á stríðsárunum 1941 og 1942 fór hann eina ferð á viku Vestmannaeyja að vetri til og finna má mynd af skipinu þar í bókinni Íslensk skip. Þann 10. janúar 1944 strandaði skipið við Örfirisey með 13 manna áhöfn og 78 farþega um borð. Mannbjörg varð og skipið náðist aftur út. Gert var við það og um leið lengt um 2,2 metra. Viðgerð lauk árið 1945 og þá var aftur haldið uppteknum hætti við siglingar, einkum í Faxaflóa. Þessi mynd er því tekin eftir að viðgerðum lauk. Þann 18. janúar 1952 lauk Laxfoss siglingum sínum þegar hann strandaði í leiðindaveðri við Kjalarnestanga. Enn varð mannbjörg, en í þetta sinn lifði Laxfoss ekki af

Efnisflokkar
Nr: 55427 Ljósmyndari: Jóhannes Gunnarsson Tímabil: 1930-1949