Akranes 1898

Hér má sjá uppdrátt af myndinni nr. 1
Hér má sjá uppdrátt af myndinni nr. 2
Akranes gamla tímans. Myndin er tekin árið 1898 og er ein af elstu myndum sem til er af byggðinni. Vegurinn næst á myndinni með stefnu beint á Akrafjallið er núverandi Skólabraut og er hún ein elsta verslunargata bæjarins. Við götuna má sjá fremst Bergþórshvol til vinstri, fjær sömu meginn við götuna eru Vegamót og í dag standa húsin nr. 33 og 35 við Skólabraut. Fram af þeim er Skuldatorg. Í bæjarröðinni á Vegamótum lengst til hægri er hjallur sem var nefndur Vegamótahjallurinn og var hann miðstöð þorpsbúa, því þar voru festar hverskonar auglýsingar og tilkynningar. Einnig voru þar uppboð haldin.
1 Bergþórshvoll 2 Vegamót 3 Árnabær 4 Blómsturvellir 5 Suðurvellir 6 Hákot 7 Melkot 8 Torfustaðir 9 Efstibær 10 Ólafsvellir 11 Gneistavellir 12 Bæjarstæði 13 Bakkagerði 14 Bakkakot 15 Uppkot 16 Kringla 17-18 Ívarshús

Efnisflokkar
Fjöll ,
Nr: 27771 Ljósmyndari: Magnús Ólafsson Tímabil: Fyrir 1900