Akranes upp úr 1900
Verslunarhús Snæbjörns Þorvaldssonar, bróður Böðvars Þorvaldssonar, neðarlega við Vesturgötu sést hér vinstra megin við bryggjuna handan Lambhúsasunds. Íbúðarhús Snæbjörns og fjölskyldu hans sést hægra megin við bryggjuna. Thor Jensen keypti hús Snæbjörns er sá síðarnefndi varð gjaldþrota um miðjan tíunda tug 19. aldar. Hingað mun Thor og fjölskylda hafa flutt 4. september 1895. Burstabærinn t.v. mun vera Nýi-bær sem stóð bak við Bíóhöllina sem reist var 1942. Sama mynd á haraldarhus.is nr 2650
Efnisflokkar
Nr: 37669
Tímabil: 1900-1929