Impra

23. maí 2007 voru útskrifaðar á Akranesi sjö konur af Brautargengisnámskeiði sem Impra nýsköpunarmiðstöð hefur haldið. Auk Impru stóðu að námskeiðinu á Akranesi, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, SSV, og Akraneskaupstaður. Kristín Björg Árnadóttir starfsmaður SSV var umsjónarmaður verkefnsins sem staðið hefur síðastliðnar 15 vikur og lauk með útskrift, eins og áður segir. Markmið námskeiðsins var að kenna þátttakendum að vinna og þróa hugmynd sem getur orðið að nothæfri viðskiptahugmynd eða til að komast að því að einhver hugmynd er alls ekki framkvæmanleg. Konurnar sem sóttu námskeiðið komu af Vesturlandi en það var Þorbjörg Magnúsdóttir frá Akranesi sem hlaut viðurkenningu fyrir sína viðskiptaáætlun sem hún kallaði Þitt val og er um hreingerningarfyrirtæki að ræða. Viðstödd útskriftina voru einnig kennarar námskeiðsins auk Gísla S. Einarssonar bæjarstjóra á Akranesi og Hrefnu B. Jónsdóttur framkvæmdastjóra SSV.

Nr: 25473 Ljósmyndari: Halldóra Jónsdóttir Tímabil: 2000-2009