Einar Þorgilsson

Einar Þorgilsson (1865-1934), fæddur í Ásmúla í Holtum Eiginkona Geirlaug Sigurðardóttir (1866-1951) húsmóðir. Hann tók gagnfræðapróf Flensborg 1884, kennari í Hafnarfirði 1885—1887 og í Garðahreppi 1895—1898. Hóf útgerð 1886, árabáta- og þilskipaútgerð til 1924 og síðan togaraútgerð. Formaður á árabátum 1886—1895. Bóndi í Hlíð í Garðahreppi 1895—1900, á Óseyri við Hafnarfjörð 1900—1910 og hóf samhliða útgerð, verslun og fiskverkun. Kaupmaður og útgerðarmaður í Hafnarfirði 1910—1934. Framkvæmdastjóri og einn eigenda Fiskveiðihlutafélags Faxaflóa 1905—1907. Hreppstjóri Garðahrepps 1896—1908. Sýslunefndarmaður 1896—1908. Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði 1910—1916 og 1918—1924. Formaður stjórnar Sparisjóðs Hafnarfjarðar 1918—1921. Texti frá alþingi.is

Nr: 27973 Ljósmyndari: Loftur Guðmundsson Tímabil: 1900-1929