Norðurfjörður á Ströndum
Norðurfjörður er fjörður á Ströndum sem er norðan við Trékyllisvík en sunnan við Ingólfsfjörð. Á nyrðri strönd fjarðarins er Krossnes og þar er heit sundlaug í flæðarmálinu. Í Norðurfirði eru flest hús komin í eyði en eitthvað er um sumarhús á svæðinu og er rekin lítil verslun á sumrin fyrir þessa byggð. Úr firðinum liggur akvegur til norðvesturs í gegnum Meladal yfir í Ingólfsfjörð en þaðan liggur slóði yfir í Ófeigsfjörð. Er sá vegur einungis jeppafær enda að miklu leyti keyrt í fjörunni. Texti af Wikipedia.
Efnisflokkar