Bjarni Árnason

Bjarni Árnason (1901-1960) frá Brennistöðum í Flókadal. Átti hann við vanheilsu að stríða (blæðari) og lamaðist að nokkru hægra megin um þrítugt. Hann var bússtjóri og bóndi á Brennistöðum eftir 1930 en eftir 1940 flutti hann á Akranes og bjó þar til dánardags. Hann lærði til bókbands og stundaði þá iðn alla ævi. Lagði hann einnig stund á ljósmyndun og vann við það meðfram bókbandi á Akranesi. Áhugamaður um þjóðlegan fróðleik og skráði ýmislegt er viðkom ættum og sögu Borgarfjarðar.

Efnisflokkar
Nr: 42575 Ljósmyndari: Bjarni Árnason Tímabil: 1950-1959