Vinkonur

Myndin er tekin við Vesturgötu 47, en það hús hét Grund. Frá vinstri: Þóra Þórðardóttir (1922-1995), Emilía Þórðardóttir (1927-2010), Þorgerður Oddsdóttir (1918-1988) á Arnarstað, Ingibjörg Elín Þórðardóttir (1920-2011) og Margrét Halldórs Ármannsdóttir (1942-) dóttir Inbjargar Elínar. Myndin gæti verið frá 1945 eða 6. Hjallurinn í baksýn var notaður til að þurrka þvott (og trúlega fisk ) einnig var þar marargeymsla(-búr) og þvottahús og kolageymsla til hliðar.Stóra húsið (kjallari 2 hæðir og íbúðarris) áttu Þorlákur og Magnús Ásmundssynir og konur þeirra Eva og Sigríður og þótti mikið afrek að byggja svo stórt hús á þeim tíma 1932.

Efnisflokkar
Nr: 24851 Ljósmyndari: Bjarni Árnason Tímabil: 1930-1949 bar00825