Guðmundur Samúelsson
Myndin er tekin 20. janúar 1946. Guðmundur ólst upp hjá Elísabetu móðursystur sinni og manni hennar Þórhalli Sæmundssyni bæjarfógeta á Akranesi frá 1946 eftir að báðir foreldrar hans voru látnir. Guðmundur varð stúdent frá M.A 1952 og fór síðan í bæði kennara- og söngkennaranám. Síðar fór hann til Þýzkalands, nam þar arkitektúr og hefur starfað sem arkitekt í Þýzkalandi. Prófessor við háskólann í Hannover frá 1973 og hefur skrifað margar greinar um arkitektúr bæði í íslensk og þýzk blöð.
Efnisflokkar