Guðmunda, Guðmundur og Elísabet

Frá vinstri: Guðmunda Guðmundsdóttir (1900-1946), Guðmundur Samúelsson (1932-) og Elísabet Guðmundsdóttir (1892-1991) Myndin er tekin 20. janúar 1946 og er af Guðmundi Samúelssyni, móður hans, Guðmundu og systur hennar Elísabetu (1892-) sem var kona Þórhalls Sæmundssonar bæjarfógeta á Akranesi. Guðmundur ólst upp hjá Elísabetu og Þórhalli frá 1946 eftir að báðir foreldrar hans voru látnir. Guðmundur varð stúdent frá M.A 1952 og fór síðan í bæði kennara- og söngkennaranám. Síðar fór hann til Þýzkalands, nam þar arkitektúr og hefur starfað sem arkitekt í Þýzkalandi. Prófessor við háskólann í Hannover frá 1973 og hefur skrifað margar greinar um arkitektúr bæði í íslensk og þýzk blöð. Myndin tekin 20. janúar 1946

Efnisflokkar
Nr: 24281 Ljósmyndari: Bjarni Árnason Tímabil: 1930-1949 bar00485