Tekið á Þingvöllum 1930 á Alþingishátíð
1. Bjarni Árnason (1901-1960) frá Brennistöðum í Flókadal, síðar á Akranesi. 2. Valdís Halldórsdóttir frá Ásbjarnarstöðum (1908-2002). 3. Guðveig Brandsdóttir (1908-1998) frá Fróðastöðum. 4. Guðrún Brandsdóttir (1902-1994) 5. Soffía Brandsdóttir (1899-1969) 6. Sveinbjörg Brandsdóttir (1906-1999) frá Fróðastöðum, Daníel Brandsson (1910-1994) Fróðastöðum, Einar Kristleifsson (1896-1982) frá Stóra-Kroppi og Sigríður Brandsdóttir (1900-1942).
Fannst í filmusafni Bjarna Árnasonar
Alþingishátíðin var hátíð sem haldin var á Þingvöllum á Íslandi árið 1930 til að minnast þess að þúsund ár voru liðin frá stofnun allsherjarþings 930.
Hátíðin var formlega sett af Kristjáni 10. 26. júní og var slitið 28. júní.
Hátíðin fór fram í sérstökum tjöldum á Þingvöllum.