Árni Breiðfjörð Gíslason (1913-2002) Hruna, Hellusandi. Árni B. Gíslason var lengst af vörubifreiðastjóri á Akranesi og var hann einn af stofnendum vörubílstjórafélagsins Þjóts. Gengdi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir vörubílstjórafélagið Þjót og sat m.a. í stjórn. Áður en Árni hóf rekstur vörubifreiðar, var hann vélstjóri á bátum frá Akranesi og einnig keyrði hann vélar í frystihúsi Haraldar Böðvarssonar um árabil. Árni tók að sér að grafa fyrir sökkli dráttarbrautar Þorgeirs og Ellerts, ásamt Hannesi Guðnasyni tengdaföður sínum og var öllu mokað á höndum á þeim tíma. Fyrir þá peninga sem hann fékk fyrir verkið, keypti hann húsið Lykkju við Skólabraut og bjó hann þar ásamt fjölskyldu sinni um nokkurt skeið og var hann ávallt kenndur við Lykkju eftir það. Árni flutti með fjölskyldu sína að Vesturgötu 109 sem hann byggði ásamt mági sínum Hirti Hannessyni. Síðast bjó Árni með fjölskyldi sinni að Suðurgötu 90. Árni lést 04.04.2002 á Sjúkrahúsi Akraness. Árni var kvæntur Þóreyju Hannesdóttur f.24.12.1918 frá Stóru Þúfu í Miklaholtshreppi. Þau eignuðust þrjú börn. Eðvarð Lárus f.1936, Sæunni f.1940 d.1996 og Gísla Breiðfjörð f.1957.