Gunnlaugur Jónsson

Gunnlaugur Jónsson (1920-1980) húsasmíðameistari bjó á Laugarbraut 5. Gunnlaugur var fæddur 20 nóvember 1920 í Litla Skarði í Stafholtstungum. Fluttist á unglingaaldri til Akranes og lærði trésmíði. Hann rak trésmíðaverkstæði og byggði fjölda húsa á Akranesi. Eiginkona hans var Guðrún Halldórsdóttir fædd 13 desember 1923 og eignuðust þau sex börn. Guðrún 1948, Jón 1949, Halldór 1951, Sigrúnu 1956, Leif 1958 og Hugrúnu 1964. Hann fluttist til Keflavíkur 1972 og bjó þar til dauðadags í janúar 1980.

Nr: 8528 Ljósmyndari: Bjarni Árnason Tímabil: 1930-1949 mmb00359