Í Reykholti í Borgarfirði
Snorralaug í Reykholti Talið er að laugin hafi verið hlaðin á 13. öld, og er hún kennd við Snorra Sturluson, en fyrstu heimildir um að það hafi verið laug í Reykholti eru frá dögum Snorra Sturlusonar (sem var uppi frá 1178-1241), en fyrirfinnast líka í Landnámabók og Sturlunga sögu. Tveir hverir finnast þar helstir, Skrifla og Dynkur. Var vatni veitt í Snorralaug úr Skriflu eftir um 120 m löngum neðanjarðarstokki og er baðlauga í Reykholti oft getið í gömlum heimildum. Snorralaug er með elstu mannvirkjum sem varðveist hafa hér á landi. Frá lauginn lágu jarðgöng til bæjarhúsa Snorra og hafa þau verið grafinn upp að hluta. Texti af Wikipedia
Nr: 48816
Tímabil: 1930-1949