Mörk á Akranesi 1906

Íbúðarhús Sveins Guðmundssonar hreppstjóra og Mettu Steinunnar Hansdóttur Hoffmanns. Bakhúsið lét Sveinn reisa árið 1889 og bjuggu hjónin í því til 1906 þegar stærra húsið var byggt og bjuggu í því til æviloka. Vandað var til byggingar á Mörk en það brann til kaldra kola árið 1986. Á myndinni standa frá vinstri: Petrea Guðmundína Sveinsdóttir (1885-1954), Sveinn Guðmundsson (1859-1938), Matthildur Sveinsdóttir (1890-1974) og Metta Steinunn Hansdóttir Hoffmann (1848-1934). Í nokkurri fjarlægð Geirmundarbæ (við Suðurgötu), Hjallur (Hlíðshjallur) stendur bak við.

Nr: 28728 Ljósmyndari: Sæmundur Guðmundsson [Sæm. Guðmundsson] Tímabil: 1900-1929