Skipshöfn af Kútter Ragnheiði - 1902.
Skipstjóri var Magnús Lipri. Á myndinni má sjá Erlend Tómasson lengst t.h. í fremstu röð. Hann hallar sér fram með krosslagðar hendur og nemur við hárin á sópnum sem liggur þar fyrir framan. Erlendur (1865-1948) var sonur Tómasar Erlendssonar og Kristrúnar Hallgrímsdóttur á Bjargi. Hann bjó í Geirmundarbæ frá 1917 til dánardags. Var áður fyrr formaður á skipi Hallgríms í Guðrúnarkoti, þótti veðurglöggur og gætinn. Stundaði sjó í áratugi, einnig akstur með hestum og plægingar. (Borgfirskar æviskrár II, s. 260). Myndin er sennilega tekin fyrir utan Reykjavík.
Efnisflokkar
Nr: 30879
Tímabil: 1900-1929