Eggert Brandsson
Eggert Brandsson (1877-1951), frá Hjallhúsi á Akranesi, síðar fisksali í Reykjavík. Eggert stundaði sjómennsku þar til hann slasaðist við vinnu sína. Þá gerðist hann fisksali í Reykjavík. Hann var sæmdur heiðursmerki Sjómannafélags Reykjavíkur. Eggert starfaði ötullega að verkalýðsmálum og var einn af stofnendum Alþýðublaðsins. Kona Eggerts var Jónína Erlendsdóttir og börn þeirra voru Ragna Fjóla (f. 1913), Leó (f. 1916) og Árni (sem lést í æsku). Einnig gekk Eggert dóttur Jónínu, Ástu Eygló Stefánsdóttur (f. 1910), í föðurstað. Ásta Eygló og Ragna Fjóla eignuðust ekki afkomendur en börn Leós og Fríðu Bjargar Loftsdóttur eru Stefanía, Jónína og Árni.
Efnisflokkar