Skipshöfn kútter Sjönu veturinn 1907

Aftasta röð frá vinstri: Bjarni Jónsson í Laxárnesi í Kjós, Björn Sæmundsson (1885-1925) úr Reykjavík, Jónas Theódór Sigurgeirsson (1889-1957) í Vinaminni Akranesi, Þorkell Guðmundsson (1884-1918) á Valdastöðum í Kjós, Ófeigur Guðnason (1886-1970) úr Reykjavík, Klemenz Klemenzson (1886-1918) úr Reykjavík, Guðmundur H. Guðmundsson úr Reykjavík og Sigurður Magnússon úr Reykjavík. Miðröð frá vinstri: Helgi Jónsson úr Reykjavík, Magnús Jónsson frá Mörk í Reykjavík, Eiríkur Þorsteinsson (1881-1969) úr Reykjavík, Steini Guðmundsson (1881-1970) á Valdastöðum í Kjós, Ólafur Ólafsson (1889-1951) á Ólafsvöllum Akranesi, Guðmundur Guðmundsson skipstjóri (dó úr spönskuveikinni árið 1918), Bjargmundur Sigurðsson (1860-1914) stýrimaður úr Reykjavík, Jónas Guðmundsson (1884-1925) í Traðarkoti, óþekktur, Guðjón Guðmundsson (1886-1985) í Melkoti Akranesi og Magnús Magnússon (1857-1912) í Sjávarborg Akranesi. Fremsta röð frá vinstri: Guðfriður Ólafsson (1844-) frá Reykjavík, Maríus Ólafsson matsveinn úr Reykjavík, Kristján Valdimar Jónsson (1887-1920) í Laufási Akranesi, Jón Ólafsson (1876-1908) frá Ólafasvöllum Akranesi (drukknaði árið 1908) og Þórður Breiðfjörð Þórðarson (1851-1932) úr Reykjavík.
Kútter Sjana var eign Geirs Zoëga útgerðarmanns í Reykjavík og var kútterinn 80 smálestir.

Efnisflokkar
Fjöll ,
Nr: 32631 Ljósmyndari: Árni Thorsteinson [Á. Thorsteinson] Tímabil: 1900-1929 mmb03527