Skipshöfnin á kútter Sjönu 1903

Aftasta röð frá vinstri: Magnús Magnússon frá Miðseli í Reykjavík, Þórarinn Magnússon vinnumaður í Heimaskaga Akranesi, Halldór Halldórsson á Vestri-Reyni Innri Akraneshrepp, Oddgeir Ólafsson (1885-1970) frá Litla-Teig Akranesi, Jón Ásmundsson (1848-1908) í Elínarhöfða og Andrés Andrésson úr Reykjavík.
Miðröð frá vinstri: Guðmundur Gísli Gunnarsson (1864-1953) á Steinstöðum Akranesi, Narfi Jónsson (1872-1947) í Elínarhöfða Akranesi, Óþekktur, Jón Hallsson úr Hraununum, Davíð Júlíus Björnsson (1886-1971) frá Þverfelli í Lundarreykjadal, Bjarni Ólafsson (1874-1963) á Ólafsvöllum Akranesi, Þorkell Guðmundsson (1884-1918) frá Valdastöðum í Kjós og Ágúst Sigurbjörn Ásbjörnsson (1883-1964) á Sigurvöllum Akranesi.
Fremsta röð frá vinstri: Jón af Álftanesi, Guðmundur Þorgrímur Pétursson (1867-1905) frá Grund Akranesi, Jón Árnason (1870-1946) skipstjóri í Heimaskaga Akranesi, Steini Guðmundsson (1881-1970) á Valdastöðum í Kjós, Sveinbjörn Einarsson stýrimaður í Elinarhöfða Akranesi, Jón Ólafsson (1876-1908) á Ólafsvöllum Akranesi, Sigurður Magnússon frá Miðseli í Reykjavík og Helgi Jónsson.
Á myndinni er skipshöfnin á kútter Sjönu frá Reykjavík, fjórtán skipverjar voru frá Akranesi þessa vertíð. Kútter Sjana var gerð út frá Reykjavík og var 80 smálestir. Eigandinn Geir Zoëga útgerðarmaður en skipstjórinn var Jón Árnason í Heimaskaga Akranesi. Jón var aflasæll og heppinn skútuskipstjóri. Einnig var drátthæsti skipverjinn Ágúst Ásbjörnsson frá Melshúsum Akranesi, en hann var margar vertíðir á skútum og jafnaði hæstur á sínu skipi og einu sinni átti hann dráttarmet yfir flotann.

Efnisflokkar
Fjöll ,
Nr: 27806 Ljósmyndari: Árni Thorsteinson [Á. Thorsteinson] Tímabil: 1900-1929 mmb01272