Eina íbúðarhúsið, sem enn var búið í á Breiðinni fram undir árið 2006. Sigurpáll Helgi Torfason og Ole Jakob Volden stóðu í stórræðum á haustdögum 2007 en þeir fluttu húsið Bræðrapart sem áður stóð á Breiðinni á Akranesi innar í bæinn að Suðurgötu 20. Bræðrapartur er nokkuð sögufræg jörð en þar eru heimildir fyrir byggð síðan 1706 en byggð lagðist af á Breiðinni í Básendaflóðinu 1798-1799. Árið 1824 var byggður torfbær þar en eftir að hann hafði lokið hlutverki sínu var byggt þar fyrsta steinhúsið á Akranesi af Þorsteini Sveinssyni árið 1864. Steinbærinn stóð til 1908. Þá reif Jón Gunnlaugsson húsið og byggði sér tréhús sem stóð á Breiðinni til 17. september 2007 þegar þeir Ole Jakop og Sigurpáll fluttu það á Suðurgötuna. ---------- Básendaflóð mun hafa verið aðfararnótt 9. janúar 1799 (BIF)