Víkingur AK 100

Víkingur AK100 með fullfermi. Víkingur var byggður í Þýskalandi árið 1960 fyrir Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness og var upphaflega síðutogari. Honum var síðan breytt í nótaskip og hefur síðustu áratugina eingöngu stundað loðnu- og síldveiðar. Víkingur hefur verið mikið aflaskip og iðulega aflahæstur yfir landið, bæði sem togari og nótaskip.

Efnisflokkar
Nr: 9836 Ljósmyndari: Hilmar Sigvaldason Tímabil: 2000-2009 his00278