Bæjarstjórn unga fólksins

Þriðjudaginn 30. október 2007, kom bæjarstjórn unga fólksins saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu, Stillholti 16-18, 3. hæð og hófst hann kl. 17.00. Eydís Aðalbjörnsdóttir, formaður skólanefndar og bæjarfulltrúi setti fund og stjórnaði umræðum. Helga Gunnarsdóttir (1952-2017), sviðsstjóri fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs sat fundinn og ritaði fundargerð. Jón Pálmi Pálsson bæjarritari stjórnaði útsendingu. Mætt voru: Ásdís Sigtryggsdóttir, formaður unglingaráðs Akraness. Lárus Beck Björgvinsson formaður Arnardalsráðs, Gyða Kristjánsdóttir, nemandi FVA Salvar Georgsson, formaður NFFA Jensína Kristinsdóttir, formaður nemendafélags Grundaskóla Engilbert Svavarsson, stjórnarmaður í nemendafélagi Grundaskóla Aðalbjörg Þorkelsdóttir, formaður nemendafélags Brekkubæjarskóla.

Efnisflokkar
Nr: 25589 Ljósmyndari: Hilmar Sigvaldason Tímabil: 2000-2009