Horft yfir Grundartún

Mynd tekin út um glugga á húsinu Frón (Vesturgötu 35) á fjórða áratug tuttugustu aldar. Horft er yfir kartöflugarðana á Grundartúni í átt til Deildartúns og í fjarska sést Hafnarfjall.
Hér má sjá myndina án númera
1. Gamla Grund. Húsið var flutt árið 1949 og stendur nú sem Vesturgata 111b. Þak með þessu lagi er kallað trogþak. 2. Deildartún 4 3. Þurrkhús sem tilheyrði Vesturgötu 47. 4. Krókur 5. Vesturgata 45 6. Arnarstaður 7. Vesturgata 47, "nýja" Grund 8. Gamli Barnaskólinn 9. Grímsstaðir 10. Verslunarhúsnæði Þórðar Ásmundssonar 11. Bræðraborg 12. Reynisstaðir 13. Vesturgata 46, Auðnar

Efnisflokkar
Fjöll ,
Nr: 33290 Ljósmyndari: Jón Hallgrímsson Tímabil: 1930-1949