Hús við Vesturgötu - 1930-1940

Mynd tekin út um glugga á húsinu Frón (Vesturgötu 35) á fjórða áratug tuttugustu aldar. Húsið næst okkur hinu megin við götuna er Georgshús, næst Læknishúsið (Vesturgata 40), þá Auðnar og líklega fyrsta verslunarhúsnæði Þórðar Ásmundssonar og Grímstaðir þar fyrir aftan. Akraneskirkju ber í milli Georgshúss og Læknishúss.

Efnisflokkar
Nr: 32957 Ljósmyndari: Jón Hallgrímsson Tímabil: 1930-1949