Stelkur

Stelkur (fræðiheiti: Tringa totanus) er vaðfugl af snípuætt. Hann er um 28 sm langur, höfuðið er grábrúnt með litlum og fíngerðum ljósum dílum sem fara stækkandi og breytast í rákir þegar kemur niður á háls. Kviður og bringa eru ljósmeð dökkum skellum en bakið er að mestu leiti grábrún. Vængirnir eru brúnleitir, afturfjaðrir eru hvítar, stélið er svart en hvítt aftast á baki. Goggurinn er svartur fremst en appelsínugulur aftast og fætur eru appelsínugulir. Stelkur heldur sig á láglendi og kjörlendi hans er votlendi eins og mýri og tjarnir. Hann verpir oftast fjórum eggjum. Eggið er oft staðsett í þúfu sem er hulinn gróðri. Varptími er í lok maí og fram í júní. Vor og haust sést stelkur oft í fjörum. Flestir stelkir sem hingað koma eru farfuglar en örfáir hafa hér vetursetu. Texti af Wikipedia

Efnisflokkar
Fuglar ,
Nr: 18909 Ljósmyndari: Eiríkur Kristófersson Tímabil: 2000-2009 eik00247