Búðakirkja

Búðakirkja er í Ingjaldshólsprestakalli í Snæfells- og Dalaprófastsdæmi. Fyrsta kirkjan var reist á Búðum 1703 (Bendt Lauridsen). Hún var rifin og önnur reist. Árið 1816 var Búðakirkja lögð niður. Steinunn Lárusdóttir barðist fyrir eindurreisn Búðakirkju og fékk konungsleifi til þess 1847 og árið eftir reis ný kirkja á gamla grunninum. Hún var endurreist 1984-86 undir umsjá Harðar Ágústssonar listmálara í upprunalegri mynd og vígð 6. sept. 1987. Þar er klukka frá 1672, önnur án ártals, altaristafla frá 1750, gamall silfurkaleikur, tveir altarisstjakar úr messing frá 1767 og hurðarhringur frá 1703. Krossinn á altarinu gaf og smíðaði Jens Guðjónsson gullsmiður.

Efnisflokkar
Kirkja ,
Nr: 12499 Ljósmyndari: Eiríkur Kristófersson Tímabil: 2000-2009 eik00095