Æðarfugl eða æður (fræðiheiti: Somateria mollissima) er stór sjóönd sem útbreidd norðan megin á strandlengju Evrópu, Norður Ameríku og Síberíu. Hann verpir á Norðurslóðum og sums staðar í norðurhluta tempraða svæða en hefur vetursetu í suðurhluta tempraðra svæða þar sem oft má sjá þá í stórum flokkum í flæðarmálinu. Æðarfugl er algeng andartegund á Norðurslóðum. Hann er um 2 kg að þyngd, 50 - 71 cm stór og vænghafið er 80 - 108 cm. Hann er með stærstu andartegundum og er kubbslega vaxinn, gildvaxinn og flatvaxinn með aflangt og stórt höfuð. Karlfuglinn sem nefnist bliki er hvítur að ofan og svartur að neðan, með svarta hettu, roðalitaða bringu og græna flekki á hnakka en vængirnir eru svartir með hvítum fjöðrum. Kvenfuglinn sem nefnist kolla er brún á lit. Æðarfugl er þungur á sér á flugi en er mikill sundfugl og góður kafari. Æður verpir nærri sjó og er oft í stórum og þéttum hólmum. Hreiðrið er opið og fóðrað með dúni. Kollan verpir venjulega 4-6 eggjum í maí til júní. Hún fóðrar hreiðrið að innan með æðardúni sem hún reitir af brjósti sér. Æðarfugl er staðfugl á Íslandi og hópar sig saman svo til allt árið og eru hóparnir oft mjög stórir. Utan varptímans heldur æðarfugl sig oft við árósa, víkur og voga í þúsundatali. Æðarfugl nær 10-20 ára aldri. Texti af Wikipedia