Arnór Pétursson og Ólafur Þórðarson

Óvíst er hvenær þessi mynd er tekin en þarna er Arnór Pétursson (1949-2011), einn mesti stuðningsmaður Skagaliðsins og framámaður í baráttumálum fatlaðra hér á landi. Hann er fyrrum leikmaður með meistaraflokki ÍA. Það er Ólafur Þórðarson fyrrum þjálfari og leikmaður Skagamanna o.fl. liða, sem situr og fylgist með leiknum. Báðir þjóðkunnir menn. Myndin er tekin á leik á Akranesi. Arnór sendi Ljósmyndasafninu eftirfarandi upplýsingar um myndina: Þessi mynd er tekin eftir næst síðasta tapleik á skaganum sem Óli var þjálfari áður en honum var sagt upp. Ef ég man rétt að síðan var útileikur sem tapaðist og Óla sagt upp eftir hann. Dagsetningu má eflaust finna í leikjaskránni og hvenær Óla var sagt upp. Sá mikli keppnismaður Óli var svo miður sín að hann sat og sagði ekki orð. Ég klappaði á bakið á honum og sagði. "Við erum samt alltaf bestir og það gengur betur næst".

Efnisflokkar
Nr: 22841 Ljósmyndari: Eiríkur Kristófersson Tímabil: 2000-2009 eik00363