F.v. Sigurjón Sighvatsson, Haraldur Sturlaugsson (1949-), Jón Gunnlaugsson og Kristján Sveinsson (1949-). Frá opnun Tölvuþjónustunnar í nýju húsnæði. Þessir ungu menn stofnuðu með sér Tómstundaklúbbinn Þyril 17. janúar 1962 kl 20:15 að Kirkjubraut 5 á Akranesi. Kjörorð klúbbsins var: „Guð er oss hæli, styrkur, örugg hjálp í nauðum“. Kristján Sveinsson, var ritstjóri Tómstundablaðsins sem gefið var út og einn hluti Tómstundablaðsins var SKOP og þar kemur m.a. eftirfarandi fram 1963 : A; Þyrilsfélagi: “Hvers vegna kemur þú svona seint á fund, Jonni [þ.e. "Sigurjón Sighvatsson"]?” Sigurjón: “Ég var látinn sitja eftir!“ Þyrilsfélagi: “Nú, af hverju?” Sigurjón: “Kennslukonan spurði hvað synd væri og ég sagði að það væri synd að láta mann sitja inni í svona góðu veðri og komast ekki á fund!” B: “Þetta úr hefur gengið í heilt ár án þess að vera trekkt upp!” “Er það virkilega? - En hvað getur það þá gengið lengi EF það er trekkt upp?” C: Halli barði að dyrum húss eins á Akranesi og sagði við frúna sem opnaði: “Kæra frú, getið þér liðsinnt mér? – Ég hef misst hægri fótinn.” “Ja, hann er ekki hér,” svaraði frúin og lokaði dyrunum.