Knattspyrnumenn á Jaðarsbakkavelli á Akranesi

Aftari röð frá vinstri: Óþekktur, Benedikt Rúnar Hjálmarsson (1946-1990), Guðmundur Hannesson (1947-), Benedikt Valtýsson (1946-), óþekktur, Árni Marinósson (1945-), óþekktur, Viktor Björnsson (1946-), óþekktur, óþekktur, Eyleifur Hafsteinsson (1947-), Matthías Hallgrímsson (1946-), óþekktur, óþekktur og óþekktur.
Fremri röð frá vinstri: Óþekktur, óþekktur, óþekktur, Ingvar Elísson (1942-), Jóhannes Kristján Þórðarson (1941-1967), óþekktur, Þórður Árnason (1942-), óþekktur, Björn Lárusson (1945-), óþekktur, Gunnar Ólafsson (1945-), óþekktur og óþekktur.
Liðsmenn Drumchapel voru: Logan, Rody McKenzie, Smith, Rogan, Cunningham, Nugeton, Shields, Rugby, Hope, Gilfillan, Sharp, Hume, Archie Gemmel og Aird. Fararstjórar voru Wilson og Bell. ÍA - Drumchapel fimmtudaginn 18. júlí 1963. 2. flokkur ÍA ásamt þremur eldri leikmönnum lék við unglingaliðið Drumchapel frá Skotlandi sem hér var í boði KR. ÍA sigraði 3:2 í skemmtilegum leik. Í liði Drumchapel voru tilvonandi atvinnumenn í knattspyrnu eins og markmaðurinn Logan sem fór til Airdrie eftir ferðina. Annar fararstjórinn var Bell þjálfari St. Mirren en í því liði voru þá 4 fyrrverandi leikmenn Drumchapel. Þá var í liði Drumchapel Archie Gemmill sem gerðist atvinnumaður með St. Mirren en lengst af með Derby County og lék hann 43 landsleiki fyrir Skotland. Skoraði hann 8 mörk fyrir landsliðið en uppúr stendur markið sem hann skoraði á móti Hollendingum í “World Cup” 1978.

Efnisflokkar
Nr: 46097 Ljósmyndari: Þorsteinn Þorvaldsson Tímabil: 1960-1969 þoþ00006